26. sep. 2006

Mávur | 29.-30. september





Föstudaginn 29. september og laugardaginn 30. september kl. 21:00 verður einþáttungurinn Mávur fluttur í Populus tremula. Verkið, sem byggir á smásögu Halldórs Laxness, Jón í Brauðhúsum, er samið og flutt af Kötlu Aðalsteinsdóttur og Rögnu Gestsdóttur. Hljóðmaður er Ingimar Björn Davíðsson. Aðeins þessar tvær sýningar. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

ATH.: Húsinu verður lokað skömmu fyrir sýningar og ekki hleypt inn meðan á sýningunum stendur.

23. sep. 2006

Sjónlist 2006

populus tremula óskar handhöfum Sjónlistarorðunnar til hamingju með glæsilegan árangur og jafnframt íslensku þjóðinni með þennan áfanga á viðurkenningu og skilningi á mikilvægi sjónlista í lífi þjóðar.

17. sep. 2006

Hlynur Helgason | 23.-24. september





Laugardaginn 23. september kl. 15:00 opnar Hlynur Helgason myndlistarsýninguna Skátagil í Populus Tremula. Listamaðurinn segir m.a. um sýninguna: „...Verkið snýst um Skátagil, en mér finnst það vera ansi skemmtilegur ó-staður í miðjum bænum ...“
Einnig opið sunnudaginn 24. september kl. 14:00 - 17:00.
Aðeins þessi eina helgi.

Vel heppnuð skógarferð | 16. september



Öll fyrri þátttökumet í Ljóðagöngum voru slegin í Garðsárreit þar sem um eða yfir 60 manns mættu í afar vel heppnaða Ljóðagöngu. Hinn magnaði Garðsárreitur sló í gegn eins og við var að búast og sama má segja um fjölbreytta dagskrá með skógarfræðslu og bókmenntum. Ketilkaffi og Brennivín klikka heldur aldrei í skógi.

Populus tremula þakkar Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Amtsbókasafninu samstarfið, sem og flytjendum dagskrár og gestum. Sjáumst í Ljóðagöngu að ári!

12. sep. 2006

Næstu viðburðir

Framundan er þétt dagskrá viðburða í Populus tremula:

Ljóðagangan verður farin laugardaginn 16. september, sjá hér að neðan.

Laugardaginn 23. sept. opnar Hlynur Helgason myndlistarsýninguna Skátagil í Populust tremula.

Föstudaginn 29. og laugardaginn 30. sept. verður frumsýndur einþáttungurinn Mávur í Populus tremula.
Verkið, sem er samið og flutt af Kötlu Aðalsteinsdóttur og Rögnu Gestsdóttur, byggir á smásögu Halldórs Laxness um Jón í Brauðhúsum.

14. október opnar Óli G. Jóhannson sýningu á teikningum.
25. nóvember opnar Gústav Geir Bollason myndlistarsýningu.
2. desember opna Þorsteinn Gíslason myndlistarsýningu.

Einnig munu eftirtaldir listarmenn sýna í Populus tremula í vetur:
Bryndís Kondrup, Áslaug Thorlacius, Helgi Þorgils Friðjónsson, Birgir Sigurðsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Jón Garðar Henrysson.

Á bókmenntasviðinu verða haldnir nokkrir viðburðir og þá er ótalin tónlistariðkun sem verður eins og bókmenntaþátturinn kynnt nánar síðar.

10. sep. 2006

Ljóðagangan 2006




Laugardaginn 16.9. nk. verður LJÓÐAGANGAN farin í Garðsárreit í Eyjafirði í samvinnu Skógræktarfélags Eyfirðinga, Amtsbókasafnsins á Akureyri og Populus tremula.

Lagt verður upp með rútu frá Amtsbókasafninu klukkan 14:00 og komið til baka á fimmta tímanum.

Til upplyftingar andanum munu eftirtaldir lesa eða syngja kvæði fyrir göngufólk:
Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Arna Valsdóttir, Hannes Örn Blandon, Helgi Þórsson, Jón Kristófer Arnarson og Steinunn Sigurðardóttir.

Einnig verður skógurinn kynntur, hellt uppá ketilkaffi og bragðbætt með kúmeni að vanda.

Allir velkomnir, sætaferð og þátttaka ókeypis.

Velkomin

Populus tremula hefur nú hafið sitt þriðja starfsár og fer vel af stað.
Eftir að starfsemi félagsins hafði legið niðri frá því um miðjan júní og til ágústloka er nú allt komið á fullan snúning aftur.

Starfsárið hófst á Akureyrarvöku þann 26. ágúst sl. með myndlistarsýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar og tvennum tónleikum; annars vegar þeirra Dean Ferrell og Önnu Helgu Guðmundsdóttur, hins vegar Bela - Baldvins Ringsted. Tókust þessir viðburðir með miklum ágætum.


Í dag lauk svo myndlistarsýningu þeirra Þrándar Þórarinssonar og Kjartans Sigtryggssonar (sjá mynd hér að ofan).

Fjöldi viðburða er framundan og verða kynntir hér jöfnum höndum.