12. sep. 2006

Næstu viðburðir

Framundan er þétt dagskrá viðburða í Populus tremula:

Ljóðagangan verður farin laugardaginn 16. september, sjá hér að neðan.

Laugardaginn 23. sept. opnar Hlynur Helgason myndlistarsýninguna Skátagil í Populust tremula.

Föstudaginn 29. og laugardaginn 30. sept. verður frumsýndur einþáttungurinn Mávur í Populus tremula.
Verkið, sem er samið og flutt af Kötlu Aðalsteinsdóttur og Rögnu Gestsdóttur, byggir á smásögu Halldórs Laxness um Jón í Brauðhúsum.

14. október opnar Óli G. Jóhannson sýningu á teikningum.
25. nóvember opnar Gústav Geir Bollason myndlistarsýningu.
2. desember opna Þorsteinn Gíslason myndlistarsýningu.

Einnig munu eftirtaldir listarmenn sýna í Populus tremula í vetur:
Bryndís Kondrup, Áslaug Thorlacius, Helgi Þorgils Friðjónsson, Birgir Sigurðsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Jón Garðar Henrysson.

Á bókmenntasviðinu verða haldnir nokkrir viðburðir og þá er ótalin tónlistariðkun sem verður eins og bókmenntaþátturinn kynnt nánar síðar.