10. sep. 2006

Velkomin

Populus tremula hefur nú hafið sitt þriðja starfsár og fer vel af stað.
Eftir að starfsemi félagsins hafði legið niðri frá því um miðjan júní og til ágústloka er nú allt komið á fullan snúning aftur.

Starfsárið hófst á Akureyrarvöku þann 26. ágúst sl. með myndlistarsýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar og tvennum tónleikum; annars vegar þeirra Dean Ferrell og Önnu Helgu Guðmundsdóttur, hins vegar Bela - Baldvins Ringsted. Tókust þessir viðburðir með miklum ágætum.


Í dag lauk svo myndlistarsýningu þeirra Þrándar Þórarinssonar og Kjartans Sigtryggssonar (sjá mynd hér að ofan).

Fjöldi viðburða er framundan og verða kynntir hér jöfnum höndum.