14. apr. 2014

Thoella – ljósmyndasýning um páskana

Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 opna Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egils­­son ljósmyndasýning­una Thoella í Populus tremula. 

Sýnd verða þrjú ljósmyndaverk: FYRST OG FREMST ER ÉG samandstendur af 21 portrettmynd Sirgíðar Ellu af einstaklingum með Downs heilkennið. 

BLOODGROUP, ljósmyndabók úr myndaröð sem Sigríður Ella tók á tíma­bilinu frá 2011-2013 af hljómsveitinni Bloodgroup.

FEGURÐIN Í DAUÐANUM: Í þessu verkefni notar Þórarinn Örn sína túlkun til að sýna fegurðina í dauðanum.

Sýningin er einnig opin páskadag og annan í páskum kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

7. apr. 2014

Kristján Pétur sýnir og syngur

Laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýningu á nýjum og gömlum högg­myndum, lágmyndum og ljósmyndum í Populus tremula. Enn er Kristján Pétur að krukka í form og merkingu hljómfræðitákna. Við opunina mun Kristján Pétur spila nokkur lög til að kynna útgáfu á splunkunýjum hljómdiski sínum er nefnist TVÖ LÖG.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. apríl frá 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina sýningarhelgi en diskurinn verður áfram til sölu hjá Kristjáni Pétri.

24. mar. 2014

DREKAMEZZA VI

Föstudaginn 28. mars og laugardaginn 29. mars kl. 19.19 til 00.00 verður haldin tvöföld Drekamezza VI í Populus tremula. Að vanda er það DJ Delicious sem annast mezzugjörðina.

ATHUGIÐ AÐ MESSAÐ VERÐUR TVÖ KVÖLD Í RÖÐ!

Aðgangur ókeypis.

17. mar. 2014

Friðþjófur Helgason – SEMENT

Laugardaginn 5. apríl kl. 14.00 opnar Friðþjófur Helgason ljósmyndasýning­una Sement í Populus tremula. Friðþjófur er löngu landsþekktur ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Eftir hann liggja fjölmargar ljósmyndabækur og sýningar. Á þessari sýningu eru nýjar myndir sem allar eru teknar í semenstverksmiðjunni á Akranesi, sem hefur verið aflögð.

Þessari sömu sýningu var frestað fyrir tveimur vikum vegna veðurs og ófærðar.

Sýningin er einnig opin sunndudaginn 6. apríl kl. 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.

24. feb. 2014

DREKAMEZZA VFöstudaginn 28. febrúar kl. 19.19 til 00.00 heldur vínyl-kanilsnúðurinn Delightfully Delicious (AKA Arnar Ari) fimmtu Drekamezzuna í Populus tremula. Hann mun snúa sér og öðrum gegn einelti, ofbeldi og vanlíðan.

Allir velkomnir og þá sérstaklega tröll, álfar og hindurvættir. Aðgangur ókeypis.

18. feb. 2014

Populus tremula 10 ára í haust

Aðalfundur Populus tremula var haldinn með glæsibrag í húsakynnum félagsins að kvöldi laugardagsins 15. febrúar 2014.

Að vanda fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslum ritara, formanns og gjaldkera og kosin var stjórn til eins árs. Hana skipa, líkt og undanfarin ár, Aðalsteinn Svanur formaður, Kristján Pétur ritari og Arnar Tryggvason gjaldkeri.

Haustið 2014 mun Menningarsmiðjan Populus tremula fagna tíu ára afmæli sínu og stefnir á að gera það með glæsibrag. Afmælishaldið verður helgað minningu okkar kæra félaga og vinar, Sigurðar Heiðars Jónssonar, Papa Populus, sem féll frá langt fyrir aldur fram 2011.

Eftir að fundi var slitið skemmtu félagsmenn sjálfum sér og hver öðrum að vanda með söng og hljóðfæraleik að hætti hússins.

Myndir af fundinum er að finna á hlekknum Populus panodil hér ofarlega til hægri á síðunni. Þökk sé Kristjáni Pétri aðalritara.

17. feb. 2014

Ólafur Sveinsson – TÍMAMÓT

Laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00 opnar Ólafur Sveinsson sýninguna Tímamót í Populus tremula. Heiti sýningarinnar vísar til þess að 30 ár eru nú liðin frá fyrstu sýningu listamannsins, sem jafnframt verður fimmtugur í næsta mánuði. Málverk, myndir og minningar.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. febrúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

11. feb. 2014

Trúbadorakvöld í Populus þann 14. febrúarKRISTJÁN PÉTUR, GUÐMUNDUR EGILL og AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Föstudagskvöldið 14. febrúar kl. 21.00 munu ofantalin söngvaskáld halda ­tónleika í Populus tremula. Trúbadorarnir flytja frumsamið efni og fleira, hver með sínu nefi og ekki útilokað að fleiri stigi á stokk. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs styrktaraðilum Populus tremula.


Populus tremula verður opnað kl. 20:30 | Malpokar leyfðir | Aðgangur ókeypis eins og ávallt

20. jan. 2014

Guðmundur Ármann sýnir

Laugardaginn 25. janúar kl. 14.00 opnar Guðmundur Ármann myndlistar­sýning­una Nærlönd í Populus tremula. 

Á sýningunni verða olíumálverk, vatnslitamyndir og þrívíð verk. Efniviður sýningarinnar hverfist um nærlönd við Eyjafjörð og listamaðurinn spyr: „Er hægt að mála það sem er óáþreifanlegt – andrúmið, birtuna, ilminn, hita eða kulda, það sem við finnum og skynjum?“

Sýningin er einnig opin sunndudaginn 26. janúar kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.

16. des. 2013

ÁRAMÓTAUPPGJÖRMánudagskvöldið 30. desember 2013 kl. 22:00 verður haldið TÍUNDA ÁRAMÓTAUPPGJÖR POPULUS TREMULA

Árið kvatt með fjölbreyttri dagskrá að hætti hússins.


Fram koma m.a.: Heflarnir, DJ Delicious og Exit


Tekið verður úr lás kl. 21:30Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir