25. ágú. 2014

GUNNAR KR. SÝNIR Á AKUREYRARVÖKU


FORMSINS VEGNA – GUNNAR KR.

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00-19.00 (lengur ef þurfa þykir) opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna Formsins vegna í Populus tremula. 

Gunnar er þekktur fyrir afar sterkt formskyn og kraftmikil verk, hvort heldur þau eru tvívíð eða skúlptúrar. Að þessu sinni sýnir hann nýjar akríl- og vatnslitamyndir unnar á pappír.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 31. ágúst kl. 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina helgi.

11. ágú. 2014

Valgerður Sólrún Sigfúsdóttir sýnir 16.-17. ágústLaugardaginn 16. ágúst kl. 12.00 opnar Valgerður Sólrún Sigfúsdóttir sýningu á handmáluðu postulíni í Populus tremula. Valgerður hefur lengi fengist við postulínsmálun og haldið fjölmörg námskeið og sölusýningar. Sjón er sögu ríkari. Athugið: lengri opnunartímar en venjulega.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 17. ágúst kl. 12.00-18.00. Aðeins þessi eina helgi.

Hekla Björt Helgadóttir 9.-10. ágúst

Helgina 9.-10. ágúst hélt Hekla Björt Helgadóttir sýninguna Kyrrhuga í Populus tremula.

28. júl. 2014

Freyja Reynisdóttir sýnir 2.-3. ágúst

Freyja Reynisdóttir opnar sýninguna EIN AF ÞEIM í Populus tremula, í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst klukkan 14.00.

Sýningin fjallar um persónuleg vísindi og verklega heimspeki Freyju á sjálfri sér, mannkyninu og banönum.

Freyja útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sl. vor og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og alþjóðlegum verkefnum auk þess að hafa ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra, Samlaginu, í Gilinu. Hún var einnig ein af skipuleggjendum Rótar 2014, á Akureyri nú í sumar.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, til sunnudagsins 3.ágúst. 

Opið báða dagana frá kl. 14.00-17.00.

20. júl. 2014

ANNE STRAARUP SÝNIR 26.-27. JÚLÍ

FERÐIN TIL AKUREYRAR

Laugardaginn 26. júlí kl. 14.00 munu danska listakonan Anne Straarup opna sýninguna Ferðin til Akureyrar í Populus tremula. Hún sýnir teikningar á pappír þar sem myndefnið er sótt í steinglersglugga Akureyrarkirkju, sem og táknræn fyribæri sem á vegi hennar hafa orðið á gönguferðum um bæinn.

Einnig opið sunnudaginn 27. júlí kl. 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina helgi.

13. júl. 2014

ÆFINGAR OG PÓNÍHESTARLaugardaginn 19. júlí kl. 14.00 opnar Ingiríður Sigurðardóttir sýningu á verkum sínum í Populus tremula. 

Athugið einnig: Að kvöldi laugardagsins, kl. 21.00, mun Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja eigin ljóð, lesin og sungin, við sellóundirleik.

Einnig opið sunnudaginn 20. júlí kl. 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.

3. júl. 2014

ÓLÍKINDI 12.-13. JÚLÍ

VIKAR MAR OG ELVAR ORRI

Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 munu tveir ungir og ólíkir myndlistamenn, þeir Vikar Mar og Elvar Orri, opna sýninguna Ólíkindi í Populus tremula. 

Einnig opið sunnudaginn 13. júlí kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

29. jún. 2014

LJÓÐADAGSKRÁ 5. júlí


Laugardaginn 5. júlí kl. 17.00 munu fjögur skáld úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa úr ljóðum sínum í Populus tremula. 

Daginn áður munu skáldin lesa upp í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði kl. 16.00. 

Ritlistarhópurinn varð til árið 1995 þegar efnt var til upplesturs skálda úr Kópavogi og kom þá í ljós mikill fjöldi skálda í bænum. Hópurinn hefur gefið út fjórar ljóðabækur.


Skáldin sem nú leggja leið sína norður í land eru þau Eyvindur P. Eiríksson, Eyþór Rafn Gissurarson, Hrafn Andrés Harðarson og Sigríður Helga Sverrisdóttir.

22. jún. 2014

RÓT2014Enginn veit hvað mun gerast í Populus tremula helgina 28. - 29. júní. Opið frá kl. 14 - 17 laugardag og sunnudag. www.rot-project.com


Vikuna 23. - 29. júní fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Verkefnið fer fram í fyrsta skipti í ár og er skipulagt af þrem ungum listakonum. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið, og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn verður svo sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið og í enda viku, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður svo unnnið í Populus tremula.


Þar sem þetta er fjölbreyttur hópur listamanna úr mismunandi geirum listalífsins verður niðustaðan án efa spennandi og vel þess virði að kíkja við. Það verður líka hægt að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, www.rot-project.com, og finna 2014 RÓT á Facebook og Instagram.

16. jún. 2014

Fjölþjóðleg textílsýning 21. og 22. júníLaugardaginn 21. júní kl. 14.00 verður opnuð í Populus tremula sýning sjö listakvenna sem dvalið hafa í mánuð í vinnustofu Textílseturs Íslands á Blönduósi. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Lightly Acquainted, getur að líta afrakstur vinnu þeirra þennan tíma þar sem þræðir þeirra hafa legið saman í samtölum og samveru á framandi slóðum. Sýn­end­ur eru: Maaike Ebbinge, Hollandi; Erika Lynne Han­son, USA; Samantha Hookway, USA/Svíþjóð; Natalie Lauchlan, Kanada; Jessica Self, USA; Karin Thorsteinson, Kanda; Eva Porte­lance, Kanda.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 22. júní kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

Maaike Ebbinge, The Netherlands www.maaike-ebbinge.nl
Erika Lynne Hanson, USA www.elhanson.com
Samantha Hookway, USA/Sweden www.samanthahookway.com
Natalie Lauchlan, Canada www.natalielauchlan.ca
Jessica Self, USA jesslself.com
Karin Thorsteinson, Canada www.karinthor.tumblr.com
Intern: Eva Portelance, Canada, evaportelance.com