29. sep. 2014

Thora Karlsdóttir sýnir 4.-5. október







Laugardaginn 4. október 2014 kl. 14.00 opnar Thora Karlsdottir myndlistasýninguna TIMELINE í Populus tremula. Eins og titillinn gefur til kynna er hér um yfirlitssýningu að ræða. 

Thora hefur áður haldið fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum, bæði hérlendis og víða erlendis, m.a. á þessu ári í Þýskalandi, Frakklandi og Luxembourg. 

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 5. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

22. sep. 2014

Guðrún Benedikta sýnir 27.-28. sept.







Laugardaginn 27. september kl. 14.00 mun Guðrún Benedikta Elíasdóttir / RBenedikta opna sýninguna Innri öfl–Ytri öfl í Populus tremula

Á sýningunni eru verk sem unnin voru á Akureyri í september, meðal annars úr jarðefnum úr nærumhverfinu, gosösku og víni. 

Síðastliðin ár hefur Guðrún búið og starfað í Lúxemborg og haldið fjölmargar sýningar þar og í nágrannalöndunum. Eftir heimflutning 2012 hefur hún sýnt m.a. í Slúnkaríki á Ísafirði, Svavarssafni/Listasafni Hornafjarðar og á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. 

Sjá nánar: www.rbenedikta.com

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28. september kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.

14. sep. 2014

Rolf Hannén opnar ljósmyndasýningu 20. sept.







Laugardaginn 20. september kl. 14.00 opnar Rolf Hannén ljósmyndasýninguna Listaverk náttúrunnar í Populus tremula. 

Þar sýnir Rolf náttúruljósmyndir teknar á Íslandi þar sem hann dregur fram hið listræna í náttúrunni. Flestar mynda hans eru lítið breyttar í myndvinnsluforriti. Rolf hefur stundað ljósmyndun frá því að hann var 14 ára og tekið þátt í nokkrum ljósmyndasýningum, en þetta er fyrsta einkasýning hans.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.

2. sep. 2014

Minningar- og afmælistónleikar í Hofi 25. október

POPULUS TREMULA

Minningartónleikar um Sigurð Heiðar Jónsson
Þann 25. október heldur húsband menningarsmiðjunnar Populus tremula stórtónleika í Hofi í tilefni af tíu ára afmæli sínu og því að starfsemi Populus verður hætt í lok ársins. 
Populus-hljómsveitin hefur haldið fjölda tónleika í gegnum árin við góðan orðstír og flytur að þessu sinni úrval úr fyrri dagskrám. Meðal listamanna sem flutt verða lög eftir eru Tom WaitsNick Cave og Cornelis Vreeswijk.
Auk fastra hljómsveitarmeðlima munu tveir gestasöngvarar koma fram á þessum tónleikum; þau Sigríður Thorlacius (úr Hjaltalín) og Valdimar Guðmundsson (úr hljómsveitinni Valdimar).
Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Sigurð Heiðar Jónsson, sem var upphafsmaðurinn að stofnun hljómsveitarinnar og höfuðpaur hennar árum saman. Sigurður lést fyrir aldur fram árið 2011.

Forsala aðgöngumiða á: 
http://www.menningarhus.is/is/vidburdir-og-midasala/vidburdayfirlit/2014-2015/popoulus-tremula