25. nóv. 2013

Guðrún Pálina sýnir portrett






Laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistar­sýning­una Portrett í Populus tremula. Öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári.


Sýningin er einnig opin sunndudaginn 1. desember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

19. nóv. 2013

TÓNLEIKAR Í POPULUS 23. NÓVEMBER



Laugardaginn 23. nóvember kl. 22.00 halda Helgi og hljóðfæraleikararnir, mafama og fleiri tónleika í Populus tremula. Allir velkonmir –mðr er manns gaman.

Húsið opnað kl. 21.30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

11. nóv. 2013







DAGUR MEÐ DROTTNI – RAGNAR HÓLM

Laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamyndum í Populus tremula. Heiti sýningarinnar, Dagur með Drottni, vísar til himneskrar fegurðar ís­lenskrar náttúru. Þetta er sjötta einkasýning Ragnars.


Sýningin er einnig opin sunnudaginn 17. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

4. nóv. 2013

RÖGNVALDUR GÁFAÐI










Laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00 opnar Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson myndlistar­sýn­ing­una Kassar, kúlur og kynjaverur í Populus tremula. Rögnvald gáfaða þekkja lands­menn sem tónlistarmann og uppistandara, svo fátt sé nefnt. Á undanförnum árum hefur hann snúið sér í auknum mæli að myndlist. Þetta er önnur einkasýning Rögnvaldar í Populus tremula.


Sýningin er einnig opin sunnudaginn 10. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.