16. des. 2013

ÁRAMÓTAUPPGJÖR







Mánudagskvöldið 30. desember 2013 kl. 22:00 verður haldið TÍUNDA ÁRAMÓTAUPPGJÖR POPULUS TREMULA

Árið kvatt með fjölbreyttri dagskrá að hætti hússins.


Fram koma m.a.: Heflarnir, DJ Delicious og Exit


Tekið verður úr lás kl. 21:30Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir

9. des. 2013

JólaBazar Helga og Beate



Eins og venjulega halda Helgi og Beate JólaBazar í Populus tremula (í skotinu fyrir neðan Listasafnið). Til sölu eru jólatré, töskur, hálsmen, kjólar og pils sem eitt sinn voru næntís, leðurjakkar og eldsmíðaðir hnífar, málverk og sitthvað fleira. Einnig verður Lene Zachariassen með varning til sölu á staðnum. 


Opið laugardag og sunnudag 14.-15. des. og aftur síðustu daga fyrir jól, 20.-23. des. frá klukkan 13.00-18.00. Lengur á Þorláksmessu, en þá um kveldið verða piparkökur, glögg og ofurlítil tónlist á boðstólum. 


Minnum á upplestur úr nýjum bókum. 14. des. kl. 20.00.

6. des. 2013

HÖFUNDAR LESA ÚR NÝJUM BÓKUM








Laugardaginn 14. desember kl. 20.00 munu skáld og rithöfundar lesa úr nýjum bókum í Populus tremula. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Populus tremula, bókaútgáfunnar Uppheima og Eymundsson. Höfundar árita verk sín og bækurnar bjóðast á tilboðsverði.

Eftirtaldir höfundar koma fram:
Bjarki Karlsson
            Árleysi alda
Guðbrandur Siglaugsson
            Þúfnatal
Pálmi Gunnarsson
            Gengið með fiskum
Sigmundur Ernir Rúnarsson
            Ein á enda jarðar
Urður Snædal
            Les úr væntanlegri ljóðabók
Örlygur Kristfinnsson
            Svipmyndir úr síldarbæ II


Húsið verður opnað kl. 19.45 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir