16. maí 2010

Samúel Jóhannssson sýnir um Hvítasunnuna







Laugardaginn 22. maí kl. 14:00 opnar Samúel Jóhannssson sýningu á akríl- og vatns­lita­verkum í Populus tremula.

Þetta er 26. einkasýning Samúels sem hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis á þeim þremur áratugum sem hann hefur unnið stöð­ugt að myndlist. Samúel vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki.

Sýningin verður opin alla hvítasunnuhelgina kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

6. maí 2010

MAJA SISKA RT10 | 15.-16. MAÍ







Laugardaginn 15. maí kl. 14:00 opnar Maja Siska myndlistarsýn­inguna RT10 í Populus tremula.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 16. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Myndirnar tók hinn ötuli skrásetjari viðburða, Kristján Pétur. Fleiri myndir af þessari sýningu og öðrum er ávallt að finna á hlekknum Populus panodil, hérna uppi og til hægri á síðunni.