Samúel Jóhannssson sýnir um Hvítasunnuna
Laugardaginn 22. maí kl. 14:00 opnar Samúel Jóhannssson sýningu á akríl- og vatnslitaverkum í Populus tremula.
Þetta er 26. einkasýning Samúels sem hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis á þeim þremur áratugum sem hann hefur unnið stöðugt að myndlist. Samúel vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki.
Sýningin verður opin alla hvítasunnuhelgina kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
<< Home