20. des. 2014

Ljósmyndasýningin Takk fyrir komuna opnar 27. des.


Laugardaginn 27. desember kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýningin Takk fyrir komuna í Populus tremula. Þar verður stiklað á stóru í tíu ára sögu Populus og myndir þeirra Kristjáns Péturs Sigurðssonar og Daníels Starrasonar verða í aðalhlutverki þótt fleiri muni koma við sögu. 

Sýningin verður einnig opin 28. desember kl. 14.00-17.00 og að kvöldi 30. desember.

Þetta er síðasta sýningin í nafni menningarsmiðjunnar Populus tremula, sem rekin hefur verið í Listagilinu á Akureyri í tíu ár af hópi áhugafólks en hættir starfsemi um komandi áramót. Að baki eru 300 list- og menningarviðburðir af fjölbreyttum toga og útgáfa meira en 20 bókatitla og einnar hljómplötu.

Takk fyrir komuna í tíu ár!