Litla ljóðahátíðin
Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki 2014 stendur dagana 16.-19. október.
Í Populus tremula verður ljóðadagskrá klukkan fimm laugardaginn 18. okt. þar sem eftirtalin skáld lesa úr ljóðum sínum:
Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Jón Laxdal munu lesa úr verkum sínum. Þetta verður að líkindum í síðasta sinn sem Litla ljóðahátíðin verður haldin í Populus.
Sunnudaginn 19. október verður svo ljóðaganga í Vaðlaskógi, gegnt Akureyri, og hefst klukkan 14.00 á bílastæðinu rétt austan Leiruvegar. Ljóðadagskrá og kynning á skóginum undir handleiðslu Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem býður upp á ketilkaffi og meðlæti. Fram koma Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen og fleiri.
<< Home