13. okt. 2014

Ljóðagangan 2014Sunnudaginn 19. október verður hin árlega LJÓÐAGANGA farin í VAÐLASKÓGI í Eyjafirði. 

Metnaðarfull ljóðadagskrá, ketilkaffi og meðlæti að hætti skógarmanna. Ljóðagangan er hluti af LITLU LJÓÐAHÁTÍÐINNI sem haldin er þessa helgi á Fljótsdalshéraði og í Eyjafirði.

Ljóðskáldin þetta árið eru: Bjarki Karlsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristian Guttesen og fleiri. Allir velkomnir.

GANGAN HEFST Á BÍLASTÆÐINU VIÐ VAÐLASKÓG, rétt austan við brúna á Leiruvegi, KLUKKAN 14:00.