2. sep. 2014

Minningar- og afmælistónleikar í Hofi 25. október

POPULUS TREMULA

Minningartónleikar um Sigurð Heiðar Jónsson
Þann 25. október heldur húsband menningarsmiðjunnar Populus tremula stórtónleika í Hofi í tilefni af tíu ára afmæli sínu og því að starfsemi Populus verður hætt í lok ársins. 
Populus-hljómsveitin hefur haldið fjölda tónleika í gegnum árin við góðan orðstír og flytur að þessu sinni úrval úr fyrri dagskrám. Meðal listamanna sem flutt verða lög eftir eru Tom WaitsNick Cave og Cornelis Vreeswijk.
Auk fastra hljómsveitarmeðlima munu tveir gestasöngvarar koma fram á þessum tónleikum; þau Sigríður Thorlacius (úr Hjaltalín) og Valdimar Guðmundsson (úr hljómsveitinni Valdimar).
Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Sigurð Heiðar Jónsson, sem var upphafsmaðurinn að stofnun hljómsveitarinnar og höfuðpaur hennar árum saman. Sigurður lést fyrir aldur fram árið 2011.

Forsala aðgöngumiða á: 
http://www.menningarhus.is/is/vidburdir-og-midasala/vidburdayfirlit/2014-2015/popoulus-tremula