22. jún. 2014

RÓT2014Enginn veit hvað mun gerast í Populus tremula helgina 28. - 29. júní. Opið frá kl. 14 - 17 laugardag og sunnudag. www.rot-project.com


Vikuna 23. - 29. júní fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Verkefnið fer fram í fyrsta skipti í ár og er skipulagt af þrem ungum listakonum. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið, og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn verður svo sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið og í enda viku, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður svo unnnið í Populus tremula.


Þar sem þetta er fjölbreyttur hópur listamanna úr mismunandi geirum listalífsins verður niðustaðan án efa spennandi og vel þess virði að kíkja við. Það verður líka hægt að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, www.rot-project.com, og finna 2014 RÓT á Facebook og Instagram.