7. apr. 2014

Kristján Pétur sýnir og syngur

Laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýningu á nýjum og gömlum högg­myndum, lágmyndum og ljósmyndum í Populus tremula. Enn er Kristján Pétur að krukka í form og merkingu hljómfræðitákna. Við opunina mun Kristján Pétur spila nokkur lög til að kynna útgáfu á splunkunýjum hljómdiski sínum er nefnist TVÖ LÖG.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. apríl frá 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina sýningarhelgi en diskurinn verður áfram til sölu hjá Kristjáni Pétri.