11. feb. 2014

Trúbadorakvöld í Populus þann 14. febrúarKRISTJÁN PÉTUR, GUÐMUNDUR EGILL og AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Föstudagskvöldið 14. febrúar kl. 21.00 munu ofantalin söngvaskáld halda ­tónleika í Populus tremula. Trúbadorarnir flytja frumsamið efni og fleira, hver með sínu nefi og ekki útilokað að fleiri stigi á stokk. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs styrktaraðilum Populus tremula.


Populus tremula verður opnað kl. 20:30 | Malpokar leyfðir | Aðgangur ókeypis eins og ávallt