9. des. 2013

JólaBazar Helga og BeateEins og venjulega halda Helgi og Beate JólaBazar í Populus tremula (í skotinu fyrir neðan Listasafnið). Til sölu eru jólatré, töskur, hálsmen, kjólar og pils sem eitt sinn voru næntís, leðurjakkar og eldsmíðaðir hnífar, málverk og sitthvað fleira. Einnig verður Lene Zachariassen með varning til sölu á staðnum. 


Opið laugardag og sunnudag 14.-15. des. og aftur síðustu daga fyrir jól, 20.-23. des. frá klukkan 13.00-18.00. Lengur á Þorláksmessu, en þá um kveldið verða piparkökur, glögg og ofurlítil tónlist á boðstólum. 


Minnum á upplestur úr nýjum bókum. 14. des. kl. 20.00.