26. maí 2014

MYNDRA heldur útgáfutónleika


Föstudaginn 30. maí kl. 21.00 mun kanadísk/íslenska hljómsveitin Myndra halda tónleika í Populus tremula á Akureyri. 

Sveitin er á ferð um landið að kynna sína fyrstu plötu, Songs From Your Collarbone, sem tekin var upp í smábænum Rimouski í frönskumælandi Kanada. Kynna má sér tónlist Myndru á myndra.bandcamp.com. 

Einnig mun trúbadorinn Kristján Pétur Sigurðsson koma fram á tónleikunum.

Tekið verður úr lás kl. 20.30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir