12. maí 2014

KJÓLANDI – fjórar listakonur sýna


Laugardaginn 17. maí kl. 14.00 verður opnuð myndlistarsýningin Kjólandi í Populus tremula. 


Þar leiða saman kjóla sína listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 18. maí frá 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.