28. júl. 2014

Freyja Reynisdóttir sýnir 2.-3. ágúst

Freyja Reynisdóttir opnar sýninguna EIN AF ÞEIM í Populus tremula, í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst klukkan 14.00.

Sýningin fjallar um persónuleg vísindi og verklega heimspeki Freyju á sjálfri sér, mannkyninu og banönum.

Freyja útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sl. vor og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og alþjóðlegum verkefnum auk þess að hafa ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra, Samlaginu, í Gilinu. Hún var einnig ein af skipuleggjendum Rótar 2014, á Akureyri nú í sumar.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, til sunnudagsins 3.ágúst. 

Opið báða dagana frá kl. 14.00-17.00.