29. jún. 2014

LJÓÐADAGSKRÁ 5. júlí


Laugardaginn 5. júlí kl. 17.00 munu fjögur skáld úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa úr ljóðum sínum í Populus tremula. 

Daginn áður munu skáldin lesa upp í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði kl. 16.00. 

Ritlistarhópurinn varð til árið 1995 þegar efnt var til upplesturs skálda úr Kópavogi og kom þá í ljós mikill fjöldi skálda í bænum. Hópurinn hefur gefið út fjórar ljóðabækur.


Skáldin sem nú leggja leið sína norður í land eru þau Eyvindur P. Eiríksson, Eyþór Rafn Gissurarson, Hrafn Andrés Harðarson og Sigríður Helga Sverrisdóttir.