13. okt. 2014

Birgir Sigurðsson sýnir 25.-26. október

Laugardaginn 25. október 2014 kl. 14.00 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarmaður sýninguna Í túninu heima – seinni hluti í Populus tremula. 

Á sýningunni verða video, ljós og teikningar. Birgir, sem margoft hefur sýnt í Populus tremula áður, er ekki einungis kunnur fyrir einkar áhugaverð ljósverk og ýmsa listviðburði, heldur hefur hann undanfarið ár rekið hið merkilega listhús Gallerý 002 í íbúð sinni í Hafnarfirði.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 26. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.