25. mar. 2013

Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur um páskana






Laugardaginn 30. mars kl. tvö til fimm opna þeir Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sig­­urðsson sýninguna In mute / Í mjúti í Populus tremula. 


Sýningin er hugleiðing þeirra fél­aga um hinar ýmsu birtingarmyndir þagnar. 


Það er sérstakt fagnaðarefni að við opnun verður Þagnar-Freyja Kristjáns Péturs, sem stóð svo keik um árabil fyrir utan glugga Populus tremula, af­hjúpuð upprisin (þetta er sá tími) í splunkunýrri blárri kápu.

Miklu fleiri myndir er að finna hér: http://populuspanodil.blogspot.com


Sýningin verður einnig opin á páskadag og annan í páskum frá tvö til fimm. Aðeins þessi eina helgi.

11. mar. 2013

Thomas Van Quaelle | 16.-17. mars 2013





THOMAS VAN QUAELLE
LJÓSMYNDIR


Laugardaginn 16. mars kl. 14.00 mun belgíski ljósmyndarinn Thomas Van Quealle opna sýninguna Anthology í Populus tremula. Þar mun hann sýna valin verk úr myndröðum frá árunum 2011-2013.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. mars frá kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.

Um sýninguna segir listamaðurinn sjálfur:
Anthology
The themes I work on in my photographs are those of a broad spectrum. I have many interests, but the one that stands out is our obsession with ‘designing’. It is hard to see on a daily basis how we build structures in our world to form a sort of dream-like universe. I tend to look at these structures from an outsider’s point of view, through the lens, and by framing them, enlarge the building stones of the theatres that are our urban environments.
As a social landscape photographer I tend to work in series as my work uses typology as a theme.
From series made between 2011-2013 I bring a selection as an anthology to illustrate my work and the underlying concepts driving my body of work. While the individual series can be broken up, the pictures cannot stand on themselves. They are part of the whole.

4. mar. 2013

HLYNUR HALLSSON | 9.-10. mars 2013






RENNANDI VATN OG FLEIRI NÝ VERKHLYNUR HALLSSON


Laugardaginn 9. mars kl. 14.00 mun Hlynur Hallsson opna sýninguna Renn­andi vatn og fleiri ný verk í Populus tremula. 

Þar mun Hlynur sýna ljósmynda- og mynd­bandsverk ásamt textum, allt áður ósýnd verk.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. mars frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.