26. ágú. 2013

Guðný Kristmanns sýnir á Akureyrarvöku







Laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00 opnar listmálarinn Guðný Kristmannsdóttir sýningu í Populus tremula. Opið til kl. 23.00 á laugardag.


Guðný, sem býr og starfar á Akureyri, sýnir ný og nýleg málverk og teikningar.


Um verk hennar segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur m.a.: „Þótt málverk Guðnýjar virðist uppfull með skapandi óreiðu, eru þau langt í frá óhlutbundin, því í þeim er fjöldi tilvísana, beinna og óbeinna, í frumkrafta náttúrunnar og frumhvatir mannsins ...“


 Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. september kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

19. ágú. 2013

Zoe Chan sýnir 24. og 25. ágúst







Laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00 opnar Zoe Chan myndlistarsýningu í Populus tremula.


Listakonan er frá Melbourne í Ástralíu en býr og starfar í New York, þar sem hún stundaði listnám. Hún dvelur nú í Gestavinnustofu Gilfélagsins.

Chan fæst jöfnum höndum við skúlptúr, ljósmyndun og myndbönd, ýmist sitt í hvoru lagi eða sameinar þetta allt. Sjá nánar: www.zoechanstudio.com 

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 25. ágúst kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

12. ágú. 2013

Gunnar Kr. sýnir í Populus







GUNNAR KR. JÓNASSONSýnir í Populus tremula Laugardaginn 17. ágúst kl. 14.00 opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna tvý-þrý í Populus tremula. 

Á sýningunni verða ný verk, unnin á og í þykkan handgerðan pappír. Listamaðurinn kallar þau hálfgildingsverk. 

Gunnar Kr. hefur fyrir löngu getið sér orðs fyrir myndlist á ýmsum vettvangi en einkenni hans eru abstraktverk með kraftmiklum formum og sterkum andstæðum. 

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 18. ágúst kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

8. ágú. 2013

Ljósmyndasýning og tónleikar










Laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00 verður opnun ljósmyndasýningar í Populus Tremula þar sem Daníel Starrason og Magnús Andersen sýna saman myndir sem þeir hafa tekið af tónlistarfólki. Myndirnar eru ýmist teknar sem kynningarefni fyrir tónlistarfólk eða af frumkvæði ljósmyndarana. Magnús er búsettur í Reykjavík og Daníel á Akureyri og á myndunum verður að finna hljómsveitir og tónlistarfólk frá hvorum stað.


Á opnunr munu Daníel og Inga Eydal flytja nokkur lög. Kl. 21.00 hefjast svo tónleikar þar sem nokkrar norðlenskar hljómsveitir og tónlistarfólk flytja tónlist sína en þar koma fram:

Þorsteinn Kári
Pitenz
Hindurvættir
Buxnaskjónar
Naught


Sýningin er opin 14.00-17.00 á laugardag og sunnudag. Aðeins þessa einu helgi.