Guðný Kristmanns sýnir á Akureyrarvöku
	 
    
    
	         
	
      
Laugardaginn 31. ágúst kl. 14.00
opnar listmálarinn Guðný Kristmannsdóttir sýningu í Populus
tremula. Opið til
kl. 23.00 á laugardag.
Guðný, sem býr og starfar á
Akureyri, sýnir ný og nýleg málverk og teikningar.
Um verk hennar segir Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur m.a.: „Þótt málverk Guðnýjar virðist uppfull með
skapandi óreiðu, eru þau langt í frá óhlutbundin, því í þeim er fjöldi tilvísana,
beinna og óbeinna, í frumkrafta náttúrunnar og frumhvatir mannsins ...“
 Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. september kl. 14.00-17.00.
 Aðeins þessi eina helgi.
     
     
    
    
  
   
  
  
  
  
  
 
  
  
  
 
<< Home