12. ágú. 2013

Gunnar Kr. sýnir í PopulusGUNNAR KR. JÓNASSONSýnir í Populus tremula Laugardaginn 17. ágúst kl. 14.00 opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna tvý-þrý í Populus tremula. 

Á sýningunni verða ný verk, unnin á og í þykkan handgerðan pappír. Listamaðurinn kallar þau hálfgildingsverk. 

Gunnar Kr. hefur fyrir löngu getið sér orðs fyrir myndlist á ýmsum vettvangi en einkenni hans eru abstraktverk með kraftmiklum formum og sterkum andstæðum. 

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 18. ágúst kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.