13. maí 2013

Þórdís Árnadóttir sýnir 18.-19. maí


Laugardaginn 18. maí kl. 14.00 opnar Þórdís Árnadóttir myndlistarsýningu í Populus tremula. Um verkin á sýningunni segir listakonan: „Þessi myndverk mín eru óður til lífsins, baráttu birtu og jafnvægis til að vera ríkjandi. Líkt og púsluspil þar sem hvert brot á sér vísan stað svo að heildarmynd stöðugleika verði náð.“


Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 19. maí frá kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.