8. apr. 2013

MARK FOHL sýnir 13.-14. apríl

SUITCASE PHOTOS

Mark Fohl

Laugardaginn  13. apríl kl. 14.00 opnar bandaríski ljósmyndarinn Mark Fohl sýninguna Suitcase Photos í Populus tremula.

Listamaðurinn, sem dvelur nú í Gestavinnustofu Gilfélagsins, er búsettur í Ohio í Bandaríkjunum þar sem hann stundar listræna ljósmyndun. Hann sýnir aðeins svarthvítar myndir sem teknar eru á filmu. 


Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 14. apríl frá tvö til fimm. Aðeins þessi eina helgi.