19. apr. 2013

Gunnar Andrésson og Þórarinn Blöndal | 27.4.2013

HVALÓÐUR


Laugardaginn 27. apríl kl. 14.00 opna myndlistarmennirnir Gunnar Andrésson og Þórarinn Blöndal  sýninguna Hvalóður í Populus tremula.

„Á góðum degi rann á menn ofsi. Eftir að dýrið hafði verið dregið upp úr djúpunum hófst hinn taktvissi og hnitmiðaði dans í kringum það, hnífarnir einsog sprotar töfralækna, söngurinn í rjúkandi vinsunum, galdramöntrur hjálparanda. Og sólin yfir öllu. Rannsakandi auga hins mikla guðs. Maður og dýr urðu eitt. Menn urðu hvalóðir.“

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 28. apríl frá kl. 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.