6. maí 2013

High-fi Gjörningur í Populus tremula 11. maí

Laugardaginn 11. apríl kl. 15.00 verður gjörningurinn High-fi sýndur í Populus tremula

Egill Logi Jónasson (89), Hekla Björt Helgadóttir (85) og Þorgils Gíslason (83) hafa undanfarið leigt saman vinnustofuna Krónikk á Akureyri. Í kjölfar óhóflegrar eyðslu á tíma og orku saman hefur þríeikið ákveðið að afhjúpa fyrstu samvinnu sína: Gjörninginn High-fi, sem fer fram laugardaginn 11. maí í Populus tremula. 

Gjörningurinn hefst klukkan 15.00 að staðartíma og tekur enda klukkan 17:00. 

Allir áhugasamir eru há-velkomnir. Aðeins þessi eina sýning.