RÉTTARDAGUR 22. júní 2013
RÉTTARDAGUR
AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR
Laugardaginn 22. júní kl. 22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýningu í Populus tremula.
Aðalheiður opnar 10 sýningar samtímis í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar og sal Myndlistafélagsins, Populus tremula, Flóru og Mjólkurbúðinni.
Um er að ræða lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008.
Sýnd verða nokkur hundruð verk eftir Aðalheiði, unnin á síðustu 5 árum, auk aðkomu 15 annarra listamanna með eigin verk, sem gestalistamenn á sýningunum.
Á opnunarkvöldinu verða auk þessa lesin upp ljóð, sungið, fluttir gjörningar og tónlist. Einnig opið sunnudaginn 23. júní kl. 14.00-17.00.
Ljósmyndirnar eru frá Kristjáni Pétri. Mun fleiri myndir er að finna undir hlekknum Populus Panodil hér uppi til hægri á síðunni.
<< Home