Katherine Pickering sýnir | 25.-26. maí
Parts of a Waterfall as Seen at Night
Laugardaginn 25. maí kl. 14.00 opnar Katherine Pickering myndlistarsýninguna Parts of a Waterfall as Seen at Night í Populus tremula.
Katherine er fædd í Montreal í Quebec en býr nú í Vernon í Bresku Kólumbíu. Hún dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins. Í málverkum sínum kannar listakonan tengsl myrkurs og abstraktsjónar við upplifun okkar á stöðum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 26 maí frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
<< Home