24. jún. 2013

Debora Alanna 28. júní


Hybrid: Lava & Light


Föstudaginn 28. júní kl. 19.00 opnar kanadíska listakonan Debora Alanna sýninguna Hybrid: Lava & Light í Populus tremula

Debora sýnir verk af ýmsum toga sem túlka út frá ólíkum sjónarhóli hvaða áhrif dvöl hennar á íslandi hefur haft á hana; pappírsverk, skúltúr, innsetningu og videoverk. 

Debora, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, leitast við að ögra viðteknum hugmyndum um efnisnotkun. 

Nánari upplýsingar: www.deboraalanna.com

Einnig opið laugardaginn 29. júní kl. 14.00-16.00. 

Athugið óhefðbundinn opnunartíma.