19. ágú. 2013

Zoe Chan sýnir 24. og 25. ágústLaugardaginn 24. ágúst kl. 14.00 opnar Zoe Chan myndlistarsýningu í Populus tremula.


Listakonan er frá Melbourne í Ástralíu en býr og starfar í New York, þar sem hún stundaði listnám. Hún dvelur nú í Gestavinnustofu Gilfélagsins.

Chan fæst jöfnum höndum við skúlptúr, ljósmyndun og myndbönd, ýmist sitt í hvoru lagi eða sameinar þetta allt. Sjá nánar: www.zoechanstudio.com 

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 25. ágúst kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.