26. feb. 2007

Snorri Ásmundsson | 3.-4. mars


PROGRESS (back to basic)

Laugardaginn 3. mars kl. 14:00 opnar Snorri Ásmundsson myndlistarsýninguna Progress (Back to Basic) í Populus tremula.
Sýningin verður einnig opin milli kl. 14:00 og 17:00 sunnudaginn 4. mars. Aðeins þessi eina helgi.

18. feb. 2007

Guðmundur Egill | 24. febrúar



Laugardagskvöldið 24. febrúar kl. 21:00 verður haldið trúbadúrkvöld í Populus tremula. Þar mun Populusfélaginn Guðmundur Egill Erlendsson flytja eigin lög og texta með aðstoð fleiri góðra músíkanta á stöku stað.
Um leið kemur út á vegum Populus tremula textakver með textum Guðmundar, gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.

Áslaug Thorlacius | 24. og 25. febrúar



Laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00 opnar Áslaug Thorlacius myndlistarsýningu í Populus tremula. Áslaug sýnir að þessu sinni syrpu af blekmyndum, en hún er nýkomin frá Kína þar sem hún heillaðist af kínverska blekinu. Myndefnið er þó rammíslenskt; norðlensk fjöll, hvilftir, gil og skorningar – staðir sem ávallt draga að sér athygli Áslaugar þegar hún á leið um landið.
Sýningin verður einnig opin milli kl. kl. 14:00 og 17:00 sunnudaginn 25. febrúar. Aðeins þessi eina helgi.

12. feb. 2007

Skáldið Jón Laxdal | 16. febrúar





Bókmenntakvöld

Föstudagskvöldið 16. febrúar kl. 21:00 verður haldið bókmenntakvöld í Populus tremula. Kynnt verður ljóðskáldið Jón Laxdal Halldórsson. Sigurður Ólafsson fjallar um skáldið sem mun lesa úr verkum sínum.
Um leið kemur út á vegum Populus tremula ljóðabók með úrvali kvæða eftir Jón Laxdal, gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Bókin verður til sölu á staðnum.
Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.

8. feb. 2007

Árni Sigurgeirsson trúbadúr | 10. febrúar


Laugardaginn 10. febrúar mun Árni Sigurgeirsson halda trúbadúrtónleika í Populus tremula.

Árni er 23ja ára gamall lögfræðinemi við Háskólann á Akureyri og ólst upp í Mosfellsbæ. Hann hefur fengist við tónlist og komið fram frá unga aldri.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.

Tónleikar Árna eru hluti af röð tónleika ýmissa trúbadúra í Populus tremula sem haldnir verða til vors.