18. feb. 2007

Áslaug Thorlacius | 24. og 25. febrúar



Laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00 opnar Áslaug Thorlacius myndlistarsýningu í Populus tremula. Áslaug sýnir að þessu sinni syrpu af blekmyndum, en hún er nýkomin frá Kína þar sem hún heillaðist af kínverska blekinu. Myndefnið er þó rammíslenskt; norðlensk fjöll, hvilftir, gil og skorningar – staðir sem ávallt draga að sér athygli Áslaugar þegar hún á leið um landið.
Sýningin verður einnig opin milli kl. kl. 14:00 og 17:00 sunnudaginn 25. febrúar. Aðeins þessi eina helgi.