Sigríður Ágústsdóttir sýnir


Laugardaginn 18. nóvember kl. 14:00 opnar Sigríður Ágústsdóttir sýningu í Populus tremula. Í bænum Vallauris í suður Frakklandi, sem þekktur er fyrir leir og leirlistarmenn, eru kirkjugarðar eins og víðast annars staðar. Þar kaupir fólk hins vegar ekki afskorin blóm eða setur niður sumarblóm á leiði ástvina sinna, heldur notar leirinn. Sigríður sýnir ljósmyndir af þessum leirskreytingum.
Einnig opið sunnudaginn 19. nóvember kl. 14:00 - 17:00. Allir velkomnir.
<< Home