Mávur | 29.-30. september


Föstudaginn 29. september og laugardaginn 30. september kl. 21:00 verður einþáttungurinn Mávur fluttur í Populus tremula. Verkið, sem byggir á smásögu Halldórs Laxness, Jón í Brauðhúsum, er samið og flutt af Kötlu Aðalsteinsdóttur og Rögnu Gestsdóttur. Hljóðmaður er Ingimar Björn Davíðsson. Aðeins þessar tvær sýningar. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
ATH.: Húsinu verður lokað skömmu fyrir sýningar og ekki hleypt inn meðan á sýningunum stendur.
<< Home