17. sep. 2006

Vel heppnuð skógarferð | 16. septemberÖll fyrri þátttökumet í Ljóðagöngum voru slegin í Garðsárreit þar sem um eða yfir 60 manns mættu í afar vel heppnaða Ljóðagöngu. Hinn magnaði Garðsárreitur sló í gegn eins og við var að búast og sama má segja um fjölbreytta dagskrá með skógarfræðslu og bókmenntum. Ketilkaffi og Brennivín klikka heldur aldrei í skógi.

Populus tremula þakkar Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Amtsbókasafninu samstarfið, sem og flytjendum dagskrár og gestum. Sjáumst í Ljóðagöngu að ári!