10. sep. 2006

Ljóðagangan 2006
Laugardaginn 16.9. nk. verður LJÓÐAGANGAN farin í Garðsárreit í Eyjafirði í samvinnu Skógræktarfélags Eyfirðinga, Amtsbókasafnsins á Akureyri og Populus tremula.

Lagt verður upp með rútu frá Amtsbókasafninu klukkan 14:00 og komið til baka á fimmta tímanum.

Til upplyftingar andanum munu eftirtaldir lesa eða syngja kvæði fyrir göngufólk:
Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Arna Valsdóttir, Hannes Örn Blandon, Helgi Þórsson, Jón Kristófer Arnarson og Steinunn Sigurðardóttir.

Einnig verður skógurinn kynntur, hellt uppá ketilkaffi og bragðbætt með kúmeni að vanda.

Allir velkomnir, sætaferð og þátttaka ókeypis.