29. okt. 2006

Hofmannleg ást miðaldaskálda




Ljóð frá Márum Andalúsíu og trúbadúrum Frakklands og Íslands.

Laugardaginn 4. nóvember kl. 21:00 verður haldið bókmenntakvöld í Populus tremula. Miðaldaljóð verða lesin, sum sungin og lítillega spjallað um samhengi þeirra. Flest ljóðanna eru þýdd af Daníel Á. Daníelssyni.
Umsjón með dagskránni hefur Þórarinn Hjartarson og flytur hana ásamt félögum. Aðgangur ókeypis.