8. okt. 2006

Teikningar Óla G. | 14. og 15. okt.

Laugardaginn 14. október kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin Barcelona í Populus tremula. Þar sýnir Óli G. Jóhannsson á sér nýjar hliðar og flíkar að þessu sinni teikningum. Einnig opið sunnudaginn 15.10. kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.