1. okt. 2006

Minning um áfangastað | 6. október





Föstudagskvöldið 6. október klukkan 21:00 verður haldið bókmennta- og trúbadúrkvöld í Populus tremula helgað Aðalsteini Svani Sigfússyni. Lesið verður úr kvæðum skáldsins sem einnig mun stíga á svið sem trúbadúr og flytja eigin lög og kvæði. Dagskráin ber yfirskriftina Minning um áfangastað.

Aðalsteinn Svanur hefur stundað myndlist í aldarfjórðung og haldið fjölda sýninga. Árið 1998 kom út hjá Máli og menningu ljóðabók hans, Kveikisteinar. Þetta er í fyrsta sinn sem Aðalsteinn er kynntur með formlegum hætti sem trúbadúr.

Aðgangur er ókeypis eins og ávallt í Populus tremula. Malpokar leyfðir.