6. nóv. 2006

Rými

Vikuna 6. - 12. nóvember vinna nemendur á fyrsta til þriðja ári í fagurlistadeild Myndlistakólans á Akureyri verkefni í Populus tremula og víðar í Gilinu. Verkefnið er undir leiðsögn Þórarins Blöndal myndlistarmanns og ber titilinn Rými.

Laugardaginn 11. nóvember kl. 14:00 verða svo opnaðar sýningar á ýmsum stöðum í Gilinu og þar á meðal í Populus tremula.
Allir velkomnir.