12. feb. 2007

Skáldið Jón Laxdal | 16. febrúar

Bókmenntakvöld

Föstudagskvöldið 16. febrúar kl. 21:00 verður haldið bókmenntakvöld í Populus tremula. Kynnt verður ljóðskáldið Jón Laxdal Halldórsson. Sigurður Ólafsson fjallar um skáldið sem mun lesa úr verkum sínum.
Um leið kemur út á vegum Populus tremula ljóðabók með úrvali kvæða eftir Jón Laxdal, gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Bókin verður til sölu á staðnum.
Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.