Árni Sigurgeirsson trúbadúr | 10. febrúar

Laugardaginn 10. febrúar mun Árni Sigurgeirsson halda trúbadúrtónleika í Populus tremula.
Árni er 23ja ára gamall lögfræðinemi við Háskólann á Akureyri og ólst upp í Mosfellsbæ. Hann hefur fengist við tónlist og komið fram frá unga aldri.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.
Tónleikar Árna eru hluti af röð tónleika ýmissa trúbadúra í Populus tremula sem haldnir verða til vors.
<< Home