18. feb. 2007

Guðmundur Egill | 24. febrúarLaugardagskvöldið 24. febrúar kl. 21:00 verður haldið trúbadúrkvöld í Populus tremula. Þar mun Populusfélaginn Guðmundur Egill Erlendsson flytja eigin lög og texta með aðstoð fleiri góðra músíkanta á stöku stað.
Um leið kemur út á vegum Populus tremula textakver með textum Guðmundar, gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum.

Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.