27. maí 2008

UPPGJÖR | 7. júní








UPPGJÖR
útgáfutónleikar 7. júní
HLJÓMSVEIT HÚSSINS
hejast kl. 22:00

Laugardagskvöldið 7. júní kl. 22:00 verða haldnir útgáfutónleikar í Populus tremula. Þar mun hin rómaða hljómsveit hússins leika lög eftir meistarana Cornelis Vreeswijk, Tom Waits, Megas, Nick Cave og Leonard Cohen.

Við þetta tilefni gefur Populus tremula út plötuna UPPGJÖR, þar sem er að finna úrval þeirra laga sem sveitin hefur flutt á undanförnum árum. Platan er aðeins gefin út í 150 eintökum og verður til sölu á staðnum á 1.500- kr.

Með þessum tónleikum og útgáfu lýkur Populus tremula vetrarstarfinu að þessu sinni og þakkar fyrir sig.

Húsið verður opnað kl. 21:30.
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

Efnisorð:

19. maí 2008

Guðný Kristmannsdóttir | 24.5.





MYNDLIST
Guðný Kristmannsdóttir
24.-25. maí

Laugardaginn 24. maí kl. 14:00 opnar Guðný Þórunn Kristmannsdóttir myndlistarsýningu í Populus tremula.

Þar sýnir Guðný áður ósýnd málverk og verk gerð með blandaðri tækni á pappír frá tímabilinu 1997 til þessa dags.

Þetta er fjórða einkasýning Guðnýjar sem einnig hefur tekið þátt í samsýningum. Guðný útskrifaðist af málunardeild MHÍ 1991 og býr og starfar á Akureyri.

Einnig opið sunnudaginn 25. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

11. maí 2008

SÖNGVAR | OPIÐ HÚS | 17.5.






OPIÐ HÚS
17.5. kl. 14:00-17:00

Laugardaginn 17. maí kl. 14:0-17:00 verður opið hús í Populus tremula. Þar kynna félagsmenn starfsemina, m.a. bókaútgáfu félagsins sem stendur með miklum blóma.

SÖNGVAR
trúbadúrkvöld
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON

Sama kvöld kl. 21:00 mun söngvaskáldið Aðalsteinn Svanur Sigfússon standa fyrir trúbadúrkvöldi í Populus tremula. Þar flytur Aðalsteinn Svanur eigin lög við kvæði sín og föður síns, Sigfúsar Þorsteinssonar frá Rauðavík. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina SÖNGVAR með kvæðum þeirra feðga.
Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

3. maí 2008

INNILEGA-ÚTILEGA | 10.5.







INNILEGA-ÚTILEGA
Steinn Kristjánsson
SJÓNLISTASÝNING

Laugardaginn 10. maí kl. 14:00 opnar sjónlistamaðurinn Steinn Kristjánsson sjónlistasýninguna Innilega útilegu í Populus tremula.

Þar verður sumarfríinu þjófstartað og hver veit nema tekin verði nokkur gömul og góð útilegulög og jafnframt frumflutt ný innilegulög. Þarna er um að ræða tilraun um mörk innra og ytra rýmis í formi hinnar einu sönnu íslensku útilegustemmingar.

Einnig opið sunnudaginn 11. maí kl. 14:00-17:00.
Aðeins þessi eina helgi.