27. maí 2008

UPPGJÖR | 7. júní
UPPGJÖR
útgáfutónleikar 7. júní
HLJÓMSVEIT HÚSSINS
hejast kl. 22:00

Laugardagskvöldið 7. júní kl. 22:00 verða haldnir útgáfutónleikar í Populus tremula. Þar mun hin rómaða hljómsveit hússins leika lög eftir meistarana Cornelis Vreeswijk, Tom Waits, Megas, Nick Cave og Leonard Cohen.

Við þetta tilefni gefur Populus tremula út plötuna UPPGJÖR, þar sem er að finna úrval þeirra laga sem sveitin hefur flutt á undanförnum árum. Platan er aðeins gefin út í 150 eintökum og verður til sölu á staðnum á 1.500- kr.

Með þessum tónleikum og útgáfu lýkur Populus tremula vetrarstarfinu að þessu sinni og þakkar fyrir sig.

Húsið verður opnað kl. 21:30.
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

Efnisorð: