25. mar. 2008

SIGFÚS DAÐASON | 29.3.
BÓKMENNTAKVÖLD 29.3.
SIGFÚS DAÐASON
Umsjón: Jón Laxdal Halldórsson

Laugardaginn 29. mars kl. 21:00 verður flutt bókmenntadagskrá í Populus Tremula. Dagskráin er helguð ljóðskáldinu góða Sigfúsi Daðasyni og er í umsjón skáldsins og listamannsins Jóns Laxdal.

Jón mun segja frá skáldinu, kynnum sínum af því og áhrifum, auk þess sem flutt verða ljóð eftir Sigfús.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.